Flensborgarskólinn - Skólinn

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

Flensborgarskólinn er fjölbrautaskóli sem starfar eftir áfangakerfi. Skólinn á sér langa og merka sögu allt aftur á 19. öld, en frá árinu 1975 hefur hann verið framhaldsskóli. Um langt árabil var starfrækt öldungadeild við skólann og eins var Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði á sínum tíma deild innan skólans. Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi, en hann hefur tekið margvíslegum breytingum á langri ævi. Hann var upphaflega stofnaður sem barnaskóli árið 1877, en var breytt í "alþýðu-og gagnfræðaskóla" fimm árum síðar eða árið 1882, en við það ártal hafur aldur skólans oftast verið miðaður.
Smelltu hér
Flensborgarskólinn er heilsueflandi framhaldsskóli frá 2010

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | flensborg@flensborg.is