Flensborgarskólinn - Foreldraráð

Foreldraráð Flensborgarskólans

Markmið félagsins er að:

  • Efla samstarf milli foreldra og skólans um málefni sem varða velferð, menntun og þroska nemenda.
  • Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna og veita stjórn skólans og starfsliði aðhald.
  • Gæta að hagsmunamálum nemenda skólans.
  • Efla samráð og samstarf milli foreldra og við foreldra.
  • Vera bakhjarl skólans og stuðla að bættum hag hans.
  • Miðla upplýsingum um skólastarf við Flensborgaskólann til foreldra og forráðamanna unglinga sem þar stunda nám.

Ný stjórn Foreldraráðs Flensborgarskólans var kosin 15. október 2015.

Stjórnina skólaárið 2015 - 2016 skipa:

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, formaður.
Helga Huld Sigtryggsdóttir
Guðný Helga Danivalsdóttir
Friðleifur Friðleifsson
Sigmar Sigþórsson
Sigríður Björnsdóttir
Rósa Guttormsdóttir

Netfang foreldraráðs
foreldrarad@flensborg.is

Tengiliður starfsmanna við stjórnina
Viðar Ágústsson - vidara@flensborg.is  

Skoðunarmenn reikninga:
Árni Björn Ómarsson

Á Facebook:
https://www.facebook.com/flensborg.foreldrarad

Um foreldraráðið

Stofnfundur Foreldraráðs Flensborgarskólans var haldinn í Flensborgarskólanum miðvikudaginn 1. október 2008 kl. 16:30. Lögð voru fram drög að lögum fyrir foreldraráðið og undirbúningsnefnd tók til starfa.

Fyrsti aðalfundur Foreldraráðs Flensborgarskólans var haldinn í Hamarssal 4. nóvember 2008 kl. 20:00.

Foreldraráðið hefur fyrst og fremst tilgang varðandi ólögráða nemendur en það hindrar ekki þátttöku foreldra lögráða nemenda í starfi foreldraráðsins.

[Lög Foreldraráðs Flensborgarskólans]  [Gögn og skýrslur foreldraráðs]
 

Til baka . . .


 

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | flensborg@flensborg.is