Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 31. ágúst 2017
Bogi Ágústsson í heimsókn
Bogi Ágústsson, fréttamaðurinn góðkunni, heimsótti nemendur í fjölmiðlafræði í dag. Hafði hann á orði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann kæmi í Flensborgarskólann og mál til komið. Bogi fór vítt og breitt um heima fjölmiðlunar og var góður rómur gerður að erindi hans. Í lokin svaraði hann spurningum nemenda. Skilaboð hans voru skýr: Verið gagnrýnin!

Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is