Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 12. september 2017
Flensborgarhlaupið

Hið árlega Flensborgarhlaup verður haldið á þriðjudaginn í næstu viku, 19. september kl 17:30.

Skráning fer fram á hlaup.is.

Vegalengdir:
10 km og 5 km með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku. Vegalengdir eru mældar af viðurkenndum aðilum og úrslit verða birt á hlaup.is.

Boðið er upp á rjúkandi heita súpu að loknu hlaupinu.

Allir sem starfa við hlaupið gefa vinnu sína og rennur ágóðinn þetta árið til Reykjalundar, starfs fyrir ungt fólk með heilaskaða.

Upphitun verður fyrir hlaupið og veglegir útdráttarvinningar verða dregnir út eftir hlaupið.

Komdu og hlauptu!

Viðburður hefur verið stofnaður um hlaupið á Facebook.Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is