Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 20. september 2017
Flensborgarhlaupið í gær

Flensborgarhlaupið var haldið í gær, í sjöunda skiptið. Alls hlupu um 300 manns þetta árið. Hlauparar voru mátuleg blanda af nemendum skólans, gestum úr VMA, hafnfirskum hlaupagikkum, afreksfólki og fjölskyldufólki. Úrslit hlaupsins má finna hér. Fjöldi fólks lagði á sig ómælda sjálfboðavinnu við hlaupið og skólinn þakkar þeim kærlega fyrir. Útdráttarvinningar hafa aldrei verið glæsilegri, hlauparar fóru heim með allt frá nammipokum upp í flugferðir og hótelgistingar. Skólinn hefur alla tíð verið í góðu samstarfi við hlaupahópa FH og Hauka og FH-ingarnir sendu okkur kveðju með þessari mynd af brautarvörðum við snúningspunkt þriggja kílómetra hlaupsins.

Allur ágóði af hlaupinu rennur til Reykjalundar, til vinnu með ungt fólk sem orðið hefur fyrir heilaskaða.

Þessi viðburður hefði ekki getað orðið svo glæsilegur sem raun ber vitni nema vegna styrktaraðilanna, en þar fer Arionbanki fremst í flokki.

Kjötkompaníið mætti á hlaupið og bauð öllum upp á rjúkandi heita gúllassúpu sem sló rækilega í gegn.

Skólinn þakkar öllum þátttakendum og stuðningsfólki kærlega fyrir aðstoðina og skemmtunina. Sjáumst kát að ári!Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is